27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 09:15


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:15
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:15
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:15

Bergþór Ólason var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Eyjólfur Ármannsson boðaði forföll.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 09:30 - 10:35.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárlið frestað.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið að nýju og fékk á sinn fund Brynhildi G. Flóvenz, Kára Hólmar Ragnarsson og Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Helga Valberg Jensson og Sigurgeir Sigmundsson frá embætti ríkislögreglustjóra, Írisi Kristinsdóttur og Veru Dögg Guðmundsdóttur frá Útlendingastofnun, Trausta Fannar Valsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Guðmund Narfa Magnússon og Bryndísi Torfadóttur frá lögmannsstofunni Norðdahl, Narfi og Silva, Albert Björn Lúðvígsson frá lögmannsstofunni Claudia & Partners, Árna Múla Jónasson og Önnu Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Atla Viðar Thorsteinsson og Kristjönu Fenger frá Rauða krossinum á Íslandi

3) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 12:23
Nefndin staðfesti umsagnabeiðnir dags. 16. desember 2022, sem sendar voru með heimild formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með fresti til 10. janúar 2023.
Nefndin samþykkti að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 12:24
Samþykkt var að Jódís Skúladóttir taki aftur sæti í undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar.

5) Önnur mál Kl. 12:25
Ákveðið var að halda aukafund í nefndinni föstudaginn 20. janúar, sbr. 2. mgr. 13. gr. starfsreglna fastanefnda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:25